Vörumerki
Global Brand Database
Gagnagrunnurinn inniheldur m.a. upplýsingar um vörumerkjaskráningar í ríflega 70 löndum. Hann nýtist vel sem fyrsta skref til að kanna hvort merki, eins eða svipað þínu, finnst skráð í gagnagrunnum aðildarríkjanna.
TMview
Gagnagrunnurinn hefur að geyma umsóknir og skráð vörumerki frá öllum aðildarríkjum ESB, Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) auk fjölda alþjóðlegra samstarfsskrifstofa utan ESB og er Ísland eitt þeirra.
Nice Classification Assistant
Nice flokkunarkerfið er alþjóðlegt flokkunarkerfi og grunnur að flokkun vöru og þjónustu við skráningu vörumerkja. Aðildarríki WIPO, Ísland þar á meðal, fylgja þessu flokkunarkerfi.
TMclass
Gagnagrunnurinn inniheldur lista yfir vörur og þjónustu. Grunninn má nota til að flokka vörur og þjónustu í viðeigandi flokka og til að þýða vöru- og þjónustulista yfir á fjölda tungumála. Grunninn má stilla yfir á íslensku.
Madrid Monitor
Gagnagrunnurinn nýtist umsækjendum alþjóðlegra vörumerkjaumsókna hjá WIPO. Þar má fylgjast með meðferð alþjóðlegra vörumerkjaumsókna og -skráninga hjá stofnuninni. Í grunninum má sjá hvar alþjóðleg umsókn er stödd í skráningarferlinu, hvaða lönd hafa samþykkt alþjóðlegu skráninguna og hvort andmæli hafi verið lögð fram.
Vienna Classification Assistant
Vienna flokkunarkerfið er alþjóðlegt kerfi sem nýtist til til að flokka myndræna þætti vörumerkja. Með flokkunarkerfinu má finna vörumerki með eins eða líka myndhluta. Grunnurinn inniheldur miljónir mynda af vörumerkjum m.a. úr gagnagrunninum Global Brand Database.