
Patentscope
Gagnagrunnurinn veitir aðgang að alþjóðlegum einkaleyfisumsóknum (PCT) sem og landsbundnum einkaleyfaskjölum aðildarríkja WIPO.

Espacenet
Gagnagrunnurinn inniheldur yfir 130 milljónir einkaleyfaskjala frá yfir 100 löndum. Þar má finna upplýsingar um uppfinningar og tækniþróun frá árinu 1782 til dagsins í dag. Í Espacenet má finna einkaleyfisumsóknir og veitt einkaleyfi með því að slá inn leitarorð.

IPC Publication
IPC flokkunarkerfi WIPO er notað til að flokka og leita í einkaleyfaskjölum. IPC stendur fyrir International Patent Classification.

European Patent Register
Gagnagrunnurinn nýtist umsækjendum evrópskra einkaleyfa. Þar má skoða stöðu og meðferð evrópskra einkaleyfisumsókna hjá EPO. Í grunninum má fylgjast með hvar í ferli umsókn er stödd.

CPC Classification
Gagnagrunnurinn er samstarfsverkefni EPO og bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjaskrifstofunnar. Grunnurinn er notaður til að flokka tæknilegar uppfinningar og leita í einkaleyfaskjölum.