Rafrænir reikningar

Hugverkastofan fellur undir almenna viðskiptaskilmála ríkisins, stofnunin tekur eingöngu við rafrænum reikningum (reikningar á PDF formi teljast ekki til rafrænna reikninga). Reikningar skulu vera á XML formi eða miðlað í gegnum skeytamiðlara. Greiðslufrestur skal aldrei vera styttri en 25 dagar.

Fyrir þá sem ekki eru með rafræna reikninga er Skúffan lausn sem Fjársýsla ríkisins býður upp á fyrir notendur til að senda reikninga á rafrænu formi til ríkisstofnana.

Fyrir frekar upplýsingar hafið samband með tölvupósti á netfangið fjarmal@hugverk.is.