Samanburðarleit

Samanburðarleit fyrir vörumerki er þjónusta þar sem boðið er upp á leit í vörumerkjaskrá Hugverkastofunnar að eins eða sambærilegu merki með tilliti til ruglingshættu. Leitað er í skráðum vörumerkjum á Íslandi.

Skoðað er:  

  • Hvort eldri skráð vörumerki eru eins eða lík því merki sem þú hefur hug á að skrá þannig að ruglingshætta gæti skapast milli merkjanna.  
  • Hvort slíkt merki er skráð fyrir sömu eða sambærilega vöru/þjónustu og þú hyggst nota merkið fyrir.

Hvað fæst út úr leitinni?  

  • Forathugun í vörumerkjaskrá á því hvort að eldri skráð réttindi á þínu sviði séu til staðar áður en lögð er inn umsókn um skráningu vörumerkis.   
  • Tækifæri til að meta, áður en lagt er út í kostnað, hvort rétt er að sækja um eða endurskoða val á merki.  
  • Leit miðar ávallt við stöðu í vörumerkjaskrá á þeim tíma sem leitin fer fram.  
  • Vinsamlega athugið að niðurstaða samanburðarleitar er ekki bindandi fyrir skráningaryfirvöld. 
Panta samanburðarleit