Afurðarheiti

Afurðarheiti er nafn sem notað er fyrir landbúnaðarafurðir sem framleiddar eru á sérstökum svæðum eða samkvæmt tiltekinni hefð. Skráð afurðarheiti eru hugverkaréttindi og hjá Hugverkastofunni tengjast þau einkum mati á skráningarhæfi vörumerkja. Vörumerki má t.d. ekki skrá ef það felur í sér verndað afurðarheiti, t.d. FETA eða Parmigiano Reggiano.

Vörur sem njóta verndar með afurðarheiti hafa á sér ákveðinn gæðastimpil og má merkja með ákveðnum merkjum.

Íslensk afurðarheiti má merkja sérstaklega
Íslensk afurðarheiti má merkja sérstaklega

Afurðaheiti Evrópusambandsins gilda hér á landi og sjá má í gagnagrunninum GIview hvaða heiti njóta verndar. Hugverkastofan hefur ekki umsjón með skráningu íslenskra afurðaheita (e. Geographical Indications – GIs) heldur Matvælastofnun (MAST). Leita skal þangað með allar fyrirspurnir um skráningu.

Evrópsk afurðarheiti má merkja sérstaklega
Evrópsk afurðarheiti má merkja sérstaklega

Í hnotskurn:

  • Skráður réttur

    hjá Matvælastofnun

  • Ekki má skrá vörumerki

    sem inniheldur verndað afurðarheiti

  • Gæðastimpill

    og þar með ákveðin neytendavernd