
Umsóknir
Af hverju að skrá erlendis?
Á hverju ári leggja íslenskir aðilar inn fjölda umsókna um skráningu hugverkaréttinda í öðrum löndum, enda njóta umsóknir sem lagðar eru inn hjá Hugverkastofunni aðeins verndar á Íslandi. Ef ætlunin er að sækja á erlenda markaði er skynsamlegt að skrá hugverkin úti í heimi. Það eru ýmsar leiðir sem standa til boða, bæði umsóknir í einstökum löndum en líka umsóknir sem geta náð til margra landa í einu.
Viltu vita meira?
Alþjóðleg vörumerkjaumsókn
Hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) er hægt að leggja inn alþjóðlega umsókn og hefja umsóknarferli í yfir 120 löndum með einni umsókn. Áður en alþjóðleg umsókn er lögð inn þarf að sækja um eða eiga skráð vörumerki hjá Hugverkstofunni.

Alþjóðleg einkaleyfisumsókn
Hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) er hægt að leggja inn alþjóðlega umsókn og hefja umsóknarferli í yfir 150 löndum með einni umsókn. Gott er að sækja fyrst um einkaleyfi á Íslandi og fá rannsókn á uppfinningunni áður en farið er af stað með alþjóðlega umsókn.

Alþjóðleg hönnunarumsókn
Hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) er hægt að leggja inn alþjóðlega umsókn og hefja umsóknarferli í yfir 90 löndum með einni umsókn.

Evrópsk vörumerkjaumsókn
Hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er hægt að leggja inn eina umsókn sem nær til allra landa sambandsins.

Evrópsk einkaleyfisumsókn
Hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) er hægt að leggja inn eina umsókn sem nær til um það bil 40 landa í Evrópu og víðar.

Evrópsk hönnunarumsókn
Hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er hægt að leggja inn eina umsókn sem nær til allra landa sambandsins.
Íslenskar umsóknir erlendis árið 2020
362
umsóknir um vörumerki
í 81 landi
48
umsóknir um vörumerki
í Bandaríkjunum
194
umsóknir um einkaleyfi
í 67 löndum
4
umsóknir um hönnun
í 3 löndum