Stefna Hugverkastofunnar 2024-2028

Umfang
Undir stefnu þessa fellur öll starfsemi Hugverkastofunnar að undanskilinni starfsemi faggildingar. Stefnan var unnin í samráði við starfsfólk og aðra hagaðila stofnunarinnar fyrri hluta ársins 2024.  

Hlutverk og framtíðarsýn
Hugverkastofan fer með málefni hugverka á Íslandi, miðlar þekkingu og er í virku samtali við samfélagið um málefni tengd hugverkarétti. 

Hugverkastofan er þekkingarmiðstöð hugverkaréttinda í hugverkadrifnu samfélagi og sterkur hlekkur í keðju nýsköpunar og atvinnulífs. 

  • Við erum þekkt fyrir skilvirk, vönduð og gagnsæ vinnubrögð og veitum skýra og uppbyggilega endurgjöf.  
  • Við erum óhrædd að takast á við nýjar áskoranir, nýtum tækninýjungar til hins ýtrasta og bregðumst hratt við óvæntum breytingum
  • Við byggjum á þéttu alþjóðlegu samstarfsneti og viðamikilli sérfræðiþekkingu sem gerir okkur kleift að taka faglega afstöðu hratt og örugglega. 

Við erum samstilltur hópur ólíkra einstaklinga og leitum stöðugt leiða til þess að betrumbæta umhverfi okkar og þjónustu. 

Gildi Hugverkastofunnar

Fagleg 

  • Við stundum skilvirk og vönduð vinnubrögð.  
  • Við komum heiðarlega fram og veitum endurgjöf.   
  • Við veitum upplýsingar og erum gagnsæ.  
  • Við erum stundvís og skýr í samskiptum. 

Samstillt 

  • Við stöndum saman og styðjum hvert annað.   
  • Við sýnum auðmýkt, hugrekki og byggjum upp traust. 
  • Við tölum ekki um hvert annað, heldur við hvert annað.   
  • Við virðum trúnað og eigum í uppbyggilegum samskiptum.  

Framsækin 

  • Við bregðumst hratt við óvæntum breytingum.   
  • Við horfum fram í tímann og erum með puttann á púlsinum.  
  • Við erum skapandi í leik og starfi.  
  • Við veljum vaxandi hugarfar. 

Meginmarkmið 

Stefna Hugverkastofunnar er byggð á þremur meginmarkmiðum sem eru tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um góða atvinnu og hagvöxt og nýsköpun og uppbyggingu. 

  • Framúrskarandi þjónusta - Við byggjum á traustum grunni og leitum stöðugt leiða til þess að efla okkar faglegu þjónustu og ásýnd. Virk samskipti við íslenska og erlenda aðila gera okkur kleift að vera með puttann á púlsinum. Við erum leiðandi í kviku umhverfi og  innleiðum tækninýjungar sem eru til þess fallnar að efla alla okkar þjónustu og vitund almennings um mikilvægi hugverkaréttinda.  
  • Fagleg deigla - Við erum sveigjanleg og byggjum upp dýnamískan vinnustað sem laðar fram það besta í öllum. Skilvirkt og þverfaglegt teymisstarf einkennist af þekkingarmiðlun, samstarfi og nýsköpun, þar sem traust er undirstaða í öllum samskiptum. Starfsfólk starfar í sjálfstæðum teymum sem setja sér markmið og framlag hvers og eins skiptir máli.  
  • Frábær vinnustaður - Við erum eftirsóknarverður og fjölbreyttur vinnustaður sem gætir að jafnvægi á milli vellíðunar starfsfólks og framlags þess. Starfsfólk er metnaðarfullt og framúrskarandi í sínu fagi á vinnustað sem byggir á stöndugum og umhverfisvænum rekstri. 

Á grunni þessara meginmarkmiða verða á hverju ári settar fram áherslur, verkefnaskrá og mælanleg markmið.