Vörumerkjahandbók
Vörumerkjahandbókin veitir yfirlit yfir helstu lagareglur og sjónarmið við skráningu og vernd vörumerkja og inniheldur dæmi um úrskurði og ákvarðanir Hugverkastofunnar, úrskurði áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og dómstóla. Markmiðið með útgáfu handbókarinnar er að auka gagnsæi og skýra forsendur ákvarðana Hugverkastofunnar varðandi skráningarhæfi vörumerkja, veita leiðbeiningar og stuðla að aukinni þekkingu á skráningu og vernd vörumerkja. Vörumerkjahandbókin er leiðbeinandi skjal en ekki bindandi varðandi framkvæmd og það er uppfært reglulega án þess að greint sé sérstaklega frá því. Stefnt er að því að efni handbókarinnar sé nákvæmt og uppfært en ekki er hægt að útiloka að í því leynist villur, né ábyrgist Hugverkastofan að efni hennar sé ávallt uppfært um leið og breyting verður á framkvæmd. Við fögnum öllum ábendingum um efni handbókarinnar og hvetjum notendur til að senda ábendingar á hugverk@hugverk.is