Sérfræðingar á sviði hugverkaréttar

Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa
Sjálfstætt starfandi umboðsmenn hugverkaréttinda á sviði iðnaðar sem veita faglega ráðgjöf og annast málarekstur og umboðsmennsku fyrir skráningar s.s. einkaleyfi, vörumerki og hönnun.

Félag einkaleyfasérfræðinga
Veita faglega ráðgjöf og annast málarekstur og umboðsmennsku fyrir skráningu einkaleyfa.

Lögmannafélag Íslands
Veita einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði utan og innan réttar.
Styrktarsjóðir

Tækniþróunarsjóður
Sjóðurinn styður við þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Annað

Auðna Tæknitorg
Aðstoðar vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukinnar samkeppnishæfni.

Neytendastofa
Annast eftirlit og framkvæmd laga um neytendavernd. Einnig veitir Neytendastofa upplýsingar og fræðslu til aðila í atvinnulífi og almennings um réttindi og skyldur sem miða að öryggi og vernd neytenda.

Íslandsstofa
Starfrækir fjölþætt markaðsverkefni til stuðnings íslenskum útflutningsgreinum í samstarfi við atvinnugreinar og fyrirtæki.

Klak Icelandic Startups
Klak hjálpar frumkvöðlum að raungera hugmyndir sínar, fjölgar sprotafyrirtækjum sem byggja á hugviti og eykur þannig sjálfbæra verðmætasköpun Íslands.