
Vörumerki
Vörumerki eru notuð til að merkja vörur og þjónustu. Með skráningu skapast einkaréttur til þess að nota merki, endalaust ef skráningin er endurnýjuð á 10 ára fresti.

Hönnun
Skráð hönnun verndar útlit vöru. Með skráningu er tryggður réttur í allt að 25 ár til þess að beita gegn afritun og eftirlíkingum.

Einkaleyfi
Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar. Einkaleyfi getur gilt í allt að 20 ár og tryggir eiganda einkarétt á hagnýtingu uppfinningar.

Félagamerki
Með skráningu félagamerkis geta félög eða samtök öðlast einkarétt á sameiginlegu auðkenni fyrir félagsmenn sína til að nota í atvinnustarfsemi.

Ábyrgðar- og gæðamerki
Aðilar sem setja staðla um eða annast eftirlit með vörum eða þjónustu geta sótt um ábyrgðar- og gæðamerki. Með skráningu er hægt að hindra að aðrir geti notað sama eða líkt merki.

Byggðarmerki
Aðeins sveitarfélög geta sótt um skráningu byggðarmerkis. Með skráningu fær sveitarfélag einkarétt til að nota merkið.