Lén

Vörumerki, heiti fyrirtækja og stofnana, afurðarheiti o.fl. eru oft notuð sem lén eða vefslóðir. Lén geta skapað hugverkarétt, s.s. vörumerkjarétt ein og sér þar sem vörumerkjaréttur getur skapast á grundvelli notkunar. Til þess að lén verði talið ígildi vörumerkis þarf það að uppfylla skilyrði vörumerkjalaga um sérkenni og geta greint vörur og/eða þjónustu eins frá vörum og/eða þjónustu annarra.

Lén eru oft skráð sem vörumerki (án .is endingar) en einnig er hægt í andmæla- eða ógildingarmáli vegna vörumerkjaskráningar að byggja á því að eiga betri rétt til merkis á grundvelli notkunar léns.

Hugverkastofan hefur ekki umsjón með skráningu léna eða ágreiningsmála þeim tengdum, heldur ISNIC og Neytendastofa.

Lén eða vefslóðir geta skapað hugverkarétt
Lén eða vefslóðir geta skapað hugverkarétt