
Vörumerki
Vörumerki eru notuð til að merkja vörur og þjónustu. Með skráningu skapast einkaréttur til þess að nota merki, endalaust ef skráningin er endurnýjuð á 10 ára fresti.

Hönnun
Skráð hönnun verndar útlit vöru. Með skráningu er tryggður réttur í allt að 25 ár til þess að beita gegn afritun og eftirlíkingum.

Einkaleyfi
Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar. Einkaleyfi getur gilt í allt að 20 ár og tryggir eiganda einkarétt á hagnýtingu uppfinningar.
Þjónusta okkar

Hugverkaráðgjöf
Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hægt er að bóka ráðgjöf til að kanna valkosti.

Samtalsleit
Ert þú með uppfinningu og vilt sækja um einkaleyfi? Hægt er að bóka fjarfund með rannsakanda sem kannar nýnæmi uppfinningarinnar. Leitin getur sparað tíma og fjármagn.

Samanburðarleit
Ert þú með hugmynd að vörumerki? Hægt er að panta samanburðarleit þar sem sérfræðingur kannar hvort eins eða líkt vörumerki sé þegar til.

Nordic Patent Institute
NPI býður upp á fjölbreytta leitarþjónustu á sviði tæknilegra uppfinninga m.a. fyrir uppfinningamenn, fyrirtæki og lögfræðistofur.
Tölfræði
63.932
skráð vörumerki á Íslandi
þar af 7.139 íslensk
3.811
umsóknir um vörumerki
árið 2024
9.588
einkaleyfi í gildi á Íslandi
þar af 100 íslensk
1.479
hönnunarskráningar í gildi
þar af 92 íslenskar