EUIPO samstarfsverkefni

Á grundvelli samstarfssamnings Hugverkastofunnar og Evrópsku hugverkastofunnar EUIPO frá árinu 2013 hefur Hugverkastofan tekið þátt í ýmsum samræmingarverkefnum EUIPO varðandi vörumerki og hönnun. Tilgangur þeirra er að samræma málsmeðferð umsókna og túlkun að einhverju marki til þess að auka gagnsæi og tryggja að samræmt mat á umsóknum fari fram. Nokkur þessara verkefna hafa verið innleidd nú þegar, ýmist formlega sem hluti af innri leiðbeiningum Hugverkastofunnar eða óformlega.

Vörumerki Innleitt
CP1: Samræming á flokkun vöru- og þjónustu. Verkefnið leiddi af dómi Evrópudómstólsins í máli nr. C-307/10 (IP Translator). Verkefnið gengur út á það að tilgreina skuli með nægjanlega skýrum og nákvæmum hætti í umsókn fyrir hvaða vörur og/eða þjónustu vernd merkis skuli ná. 01.01.2014

CP2: Samræming vegna yfirskriftar flokka (e. Class headings). Verkefnið leiddi einnig af dómi Evrópudómstólsins í máli nr. C-307/10 (IP Translator). Nokkrar tilgreiningar í flokkum 7, 37, 40 og 45 voru ekki taldar vera nægjanlega skýrar til þess að geta staðið einar og sér. Þær hafa tekið breytingum síðar, m.a. vegna NICE-samnings um flokkun vöru og þjónustu sem er uppfærður árlega.

01.01.2014

CP3: Mat á sérkenni orð- og myndmerkja sem hafa lýsandi orðhluta eða orð sem talin eru skorta sérkenni af öðrum ástæðum. Með verkefninu var mati á skráningarhæfi orð- og myndmerkja breytt. Viðmiðin eiga við um merki sem samanstanda af orðum eða orðhlutum sem skortir sérkenni og mynd/skreyting sem fylgir stendur í nánu sambandi við það/þau orð eða er almennt notuð á viðkomandi sviði til auðkenningar á þeim vörum og/eða þjónustu sem sótt er um. Heildarmynd merkisins er í þeim tilvikum ekki talin skráningarhæf.

15.09.2017

CP4: Umfang verndar svart/hvítra merkja. Verkefnið var innleitt í kjölfar breytinga á löggjöf um vörumerki árið 2020. Áður voru svart/hvít merki talin ná yfir allar mögulegar litasamsetningar af viðkomandi merki. Merki sem sótt er um eftir 1. apríl 2021 og eru svart/hvít teljast ekki njóta verndar nema í svart/hvítu.

01.04.2021

CP5: Ruglingshætta, áhrif þátta í merki sem skortir sérkenni eða teljast vera veikir. Verkefnið var ekki formlega innleitt þar sem framkvæmd Hugverkastofunnar var þá þegar talin vera í samræmi við nálgun verkefnisins.

Ekki innleitt, framkvæmd í samræmi við viðmið

CP8: Notkun merkis með öðrum hætti en það er skráð.

Ekki verið innleitt

CP9: Mat á sérkenni þrívíddarmerkja (útlit/umbúðir) sem innihalda orð- eða myndhluta í þeim tilvikum sem umbúðirnar skortir sérkenni.

Ekki verið innleitt

CP11: Nýjar tegundir merkja, rannsókn á framsetningu/formi og grundvöllur synjunar.

11.11.2022

CP12: Sönnunargögn í málsmeðferð vegna áfrýjunar; framlögn og framsetning sönnunargagna og meðhöndlun trúnaðargagna. Verkefnið hefur ekki verið formlega innleitt hjá Hugverkastofunni en viðmiðin sem þar eru tilgreind eru höfð til hliðsjónar við mat á gögnum í málum vegna vörumerkja.

Ekki formlega innleitt

Hönnun

 Innleitt

CP6: Samræming á kröfum til myndrænnar útfærslu á hönnun í umsókn.

15.05.2018

CP10: Viðmið við mat á birtingu hönnunar á Internetinu. Verkefnið var ekki formlega innleitt þar sem framkvæmd Hugverkastofunnar var þá þegar talin vera í samræmi við nálgun verkefnisins.

Ekki formlega innleitt