Útgáfa » Fréttir

Hverju breytir eitt evrópskt einkaleyfi (Unitary Patent)?

Hverju breytir eitt evrópskt einkaleyfi (Unitary Patent)?

10. maí 2023

Hverju breytir eitt evrópskt einkaleyfi (Unitary Patent)? Fræðslufundur fyrir eigendur einkaleyfa, umsækjendur, umboðsmenn og allt áhugafólk um hugverkaréttindi og nýsköpun.

Grand Hótel, Gallerý, þriðjudaginn 23. maí kl. 14-15:30.

1. júní 2023 mun marka tímamót í sögu einkaleyfa í Evrópu en þá verður eitt evrópskt einkaleyfi (e. Unitary Patent) að veruleika og nýr sameiginlegur einkaleyfadómstóll (e. Unitary Patent Court) tekur til starfa. Þó að Ísland standi utan við þetta kerfi mun tilkoma þess breyta ýmsu fyrir íslenska einkaleyfishafa, umsækjendur, umboðsmenn og fleiri. En hverju mun það breyta og hvaða praktísku atriði þurfa þessir aðilar að hafa í huga næstu vikur, mánuði og ár?

Til að svara þessum spurningum og fleirum standa Hugverkastofan, Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa (FUVE), Félag einkaleyfasérfræðinga (FEIS), Lögmannafélagið og Evrópska einkaleyfastofan (European Patent Office, EPO) að fræðslufundi með innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði einkaleyfa sem munu veita almenna kynningu á nýja einkaleyfakerfinu og dómstólnum.

Öll velkomin.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn hér.

Streymt verður frá fundinum hér á síðunni.

Dagskrá:
14:00 Pierre Treichel, lögfræðingur hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (Patent Law Policy and Harmonisation Department, EPO)
Introduction to the Unitary Patent (í streymi)
Glærur

14:30 Margrét Hjálmarsdóttir, yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar
Sameiginlegur einkaleyfadómstóll – skipulag og væntanlegar breytingar
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

14:50 Anna Valborg Guðmundsdóttir, European Patent Attorney, Össur
Eitt evrópskt einkaleyfi frá sjónarhóli Össurar
Upptaka af fyrirlestri
Glærur

15:10 Umræður í panel.

Fundarstjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar